Áfram
Að bera saman Hleðslustöðvar

Að bera saman Hleðslustöðvar

Stundum er talað um að bera saman epli og appelsínur þegar verið er að bera saman hluti sem í eðli sínu eru ólíkir. Flóran af hleðslustöðvum á markaði inniheldur ekki bara epli og appelsínur, heldur perur, mangó, ananas og allt hitt líka. Það er því ekki að undra að margur fórni höndum þegar kemur að að velja.

Þegar upp er staðið samanstendur kostnaðurinn við heimahleðslustöð af kaupum á stöðinni sjálfri, uppsetningu og aukahlutum, ef vill. Stöðvar innihalda misjafnan búnað og því varasamt að gefa sér að sú hleðslusöð sem kostar minnst reynist ódýrust þegar upp er staðið.

Á Íslandi er skylda að verja rafkerfi húss fyrir hleðslustöð með bilanastraumrofa (lekakeiða) af gerð B. Sá búnaður er dýr og innihaldi stöð hann ekki. Þarf að kaupa hann.

Húsarafmagn er AC (riðstraumur). Rafhlöður bíla eru DC (jafnstraumur). Til að verja rafkerfi fyrir mögulegri bilun í rafhlöðu bíls þar hleðslustöð þarf búnað sem nemur „leka“ jafnstraums. Þetta er í daglegu tali nefnd DC vörn. Sé þessi vörn ekki til staðar í hleðslustöð þarf að kaupa hana sérstaklega.

Fyrri grein Nú eru góð ráð ekki dýr
Næsta grein Að velja snjótönn