Áfram

Viðskiptaskilmálar

Kaupskilmáli fyrir vefverslun Knýs

Það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinir séu ánægðir með þá upplifun sem þeir fá þegar þeir versla við okkur. Eitt af því sem undirstrikar metnað okkar sem við bjóðum upp á en það er 14 daga skilaréttur á vörum.

Meginupplýsingar

Þessir skilmálar gilda um sölu á vöru og þjónustu Knýs til neytenda. Skilmálinn sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á www.knyr.is eru einungis fáanlegar á íslensku. Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Skilgreining

Seljandi er Knýr ehf, kennitala: 690920-12300, virðisaukaskattsnúmer 138881. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.knyr.is

Skilaréttur

Réttur viðskiptavinar til að falla frá samningi:

Kaupandi hefur rétt til þess að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.  Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir daginn þegar kaupandi eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem kaupandi hefur tilgreint, hefur í reynd fengið vöruna í sína vörslu.

Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarf kaupandi að tilkynna seljanda ákvörðun kaupanda um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti).  Í yfirlýsingunni þarf að koma fram nafn kaupanda, kennitala, heimilisfang og ef hægt er símanúmer kaupanda, fax og netfang.

Áhrif þess að falla frá samningi:

Ef kaupandi fellur frá þessum samningi mun seljandi endurgreiða allar greiðslur sem seljandi hefur fengið frá kaupanda, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að kaupandi hefur valið annan sendingarmáta en ódýrasta staðlaða sendingarmátann sem seljandi býður), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar seljanda er tilkynnt um ákvörðun kaupanda um að falla frá þessum samningi.  Seljandi mun endurgreiða kaupanda með því að nota sama greiðslumiðil og kaupandi notaði í upphaflegu viðskiptunum, nema kaupandi hafi samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þarf kaupandi ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu.

Seljandi getur haldið eftir endurgreiðslu þar til seljandi hefur fengið vöruna aftur eða kaupandi hafi lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.

Kaupandi þarf að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar.

Kaupandi þarf að endursenda vöruna eða afhenda seljanda án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnir ákvörðun sína að falla frá samningnum.  Fresturinn skal teljast virtur ef kaupandi endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.

Kaupandi er aðeins ábyrgur fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.

7 daga auglýsingavernd

Ef vara er uppseld á meðan útgefið blað á vegum seljanda er í gildi þá útvegar seljandi hana innan eðlilegs afhendingartíma eða sambærilega eða dýrari vöru á sama verði. Þetta á ekki við um vörur sem auglýstar eru í „takmörkuðu magni“. Vörur á vefsíðu seljanda teljast ekki til auglýstra vara og enn fremur á þetta ekki við um vörur á netverði.

Pöntun

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í skrefi 3.  Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli, grunur um lögbrot og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun.  Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.

Upplýsingar

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslana.

Enn fremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni. 

Verð

Verð taka stöðugum breytingum, meðal annars vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðlækkanir og verðhækkanir sem verða eftir pöntun hafa ekki áhrif á þá pöntun. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Netverð gildir aðeins þegar vara er keypt í Vefverslun. Almennt verð sem gildir í verslunum Ísorku er birt yfir ofan netverðið, ef við á.

Greiðslur

Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu, greiðslukorti eða Netgiró. Ef greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla fyrir vefpöntun berst ekki innan 8 daga, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru pöntun sett í tiltekt þegar millifærsla hefur verið staðfest. Vandamál með viðskipti tengd viðskiptareikningi falla undir skilmála reiknings.

Afhending og seinkun

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef að varan er uppseld.

Afhendingarmátar í Vefverslun Knýs eru: Senda á næsta pósthús við viðtakanda, heimkeyrsla með póstinum (þar sem það er í boði), Sendibíll fyrir stór tæki innanbæjar og sækja vöru. Allar pantanir yfir kr. 20.000 krefst undirskriftar korta/reikningseiganda gegn framvísun persónuskilríkja þ.e. passa eða ökuskírteinis.

Pósturinn: Allar pantanir yfir kr. 20.000 krefjast undirskriftar korta/reikningseiganda gegn framvísun persónuskilríkja þ.e. passa eða ökuskírteinis. Pantanir undir kr. 20.000 eru afhentar aðila á afhendingarstað . Ef að enginn er við þegar pöntun er afhent upp að dyrum er tilkynningu stungið inn um bréfalúgu ef kostur er. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavin. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda. Ef að afhending vöru í heimakstri reynist árangurslaus er hægt að óska eftir nýjum afhendingartíma gegn gjaldi sem greitt er beint til póstsins.

Yfirferð á vörum

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar.

Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 4 daga. Eftir 4 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

Réttur við galla eða vöntun

Ef að varan er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Seljanda er heimilt að fara þá leið sem veldur honum minnstri fyrirhöfn eða kostnaði. Kjósi kaupandi aðra leið, skal hann greiða þann kostnað sem bætist við af þeim sökum.

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 30 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. 

Réttur til að fá galla bættan er í 2 ár. Réttur til að kvarta er 5 ár, þó aðeins á vörum sem eru með viðurkenndan meðallíftíma umfram 2 ár.Kvörtunarréttur felur ekki nauðsynlega í sér rétt til úrbóta, afsláttar eða bóta.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ábyrgð

Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem á er kveðið um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er 2 ár eftir kaupdagsetningu til einstaklinga . Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup. Ef söluhlut er ætlaður verulega lengri líftími en almennt gerist þá er frestur til að kvarta 5 ár.

Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum þ.e.a.s. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár. Ábyrgð fellur úr gildi ef varan hefur verið opnuð eða átt hefur verið við hana án yfirumsjónar/samþykkis seljanda þrátt fyrir að þar hafi verið að verki verkstæði og/eða viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar og er kaupanda bent á að lesa gaumgæfilega leiðbeiningar eða handbók skv. 8. grein þessa skilmála. Í sumum tilfellum eru einstakar vörur eða vörumerki með lengri ábyrgðartíma. Í þeim tilfellum sem það á við er slíkt tekið fram. Seljandi er ekki skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir 2 ára ábyrgðartíma.. Seljandi þarf þó að taka tillit til 5 ára kvörtunarfrests ef meðallíftími tækis er ætlaður verulega lengri en almennt gerist. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka. Ef að til úrlausnar ábyrgðar kemur, er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni en seljanda er heimilt að velja þá leið sem veldur honum minnstri fyrirhöfn og/eða kostnaði.

Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.

Geymsla persónuupplýsinga

Knýr geymir persónuupplýsingar aðeins í þann tíma sem nauðsynlegt krefur miðað við tilgang vinnslu, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Geymslutími persónuupplýsinga getur farið eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga.

 Knýr endurskoðar reglulega allar persónuupplýsingar sem geymdar eru hjá fyrirtækinu og meta hvort heimilt sé að geyma þær. Ef niðurstaða skoðunar er sú að geymsla á persónuupplýsingum uppfyllir ekki lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 er vinnslunni hætt þá þegar og upplýsingunum eytt.

Eignarréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.

Úrlausn vafamála

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Sé ekki mögulegt að ná sáttum er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagna umdæmi seljanda.

Lög og varnarþing:

Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Knýs og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á knyr@knyr.is til þess að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig leitað til Knýs til að fá svör eða einfaldlega hringt í aðalsíma Knýs þar sem honum verður vísað á réttan stað.

Knýr vekur athygli á því að þegar farið er inn á vefsíðu okkar vistast vefkökur (e. cookies) í tölvu notandans. Þessi fótspor eru litlar textaskrár sem notaðar eru til þess að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og greina heimsóknir á vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru notaðar til að afla vitneskju um notkun á vefnum og á hvaða efni notendur hafa áhuga að skoða þannig að vefsíðan sé aðlögum betur að þörfum þeirra. Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti fótsporum. Einnig á að vera hægt að eyða þeim. Upplýsingar um hvernig stilla má vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org.

Með því að samþykkja skilmála um notkun á vefkökum er okkur m.a. veitt heimild til að safna og greina persónuupplýsingar sem vefkökurnar innihalda. Þessar upplýsingar eru t.d. eftirfarandi:

  • Fjöldi gesta og fjöldi heimsókna frá gestum.
  • Lengd heimsókna gesta.
  • Hvaða undirsíður innan Knýr.is eru skoðaðar og hversu oft.
  • Tegundir skráa sem sóttar eru af vefsvæðinu.
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notaðar til að skoða vefsíðuna.
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á Knyr.is
  • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á Knyr.is
  • Tímasetning og dagsetning heimsókna á Knyr.is