Áfram
Hlutir sem gott er að vita við val á hleðslustöð

Hlutir sem gott er að vita við val á hleðslustöð

Vandræðalaust aðgengi að hleðslu skiptir eigendur rafmagnsbíla töluverðu máli. Fasttengd, hleðslustöð heima, í sumarbústaðnum og vinnunni tryggir hraðvirka, auðvelda og örugga hleðslu.

Hér á eftir fer fyrst stutt umfjöllun um tæknilegu hliðina og þar á eftir tæpt á nokkrum almennum þáttum sem gott er að hafa í huga þegar ákveða á hvers lags stöð skal keypt.
Hér á eftir er fjallað um nokkra þætti sem máli skipta, eða koma til álita við val á hleðslustöð:
  • Afl (í kW) og fjöldi fasa (1 eða 3).

  • Gerð tengis.

  • Hleðsluaðferð.

  • Uppsetning

  • Hve öflug skal stöðin vera?

  • Með snúru eða án?

  • Álagsstýring.

  • Afl (í kW) og fjöldi fasa (1 eða 3)

Afl hleðslustöðvar ræðst af straumi, mældum í amperum (A) og voltum (V). Rafstraumur getur verið

riðstraumur (AC) eða jafnstraumur (DC). Rafmagn til heimilisnota á íslandi er AC.

Takmarkandi þáttur þegar kemur að möguleikum til að hlaða rafmagnsbíla er venjulega annað hvort rafkerfi hússins eða geta bílsins til að taka við hleðslu. Í flestum eldri einbýlishúsum, sumarbústöðum og sveitabæjum er einfasa rafmagn. Í nýrri einbýlishúsum og öllum fjölbýlishúsum á að vera þriggja fasa rafmagn. Þó er það svo að í fjölbýlishúsum kann að vera að einungis einn fasi sé í boði til tenginar.

Þar sem rafmagn er einfasa (230V 1F) er hámarks hleðslugeta 7,4kW. Þar sem þriggja fasa rafmagn er í boði er hámarkið 22kW. Gott er að hafa í huga að rafhlaða flestra rafmagnsbíla er á bilinu 10kWh og 40kWh. Tesla bifreiðar hafa 75-100kWh rafhlöðu. Ágæt þumalputtaregla er að hægt sé að aka 50km á 10kWh. Samkvæmt þessari reglu þarf 20kWh til að aka 100km.

Hleðsla dagsins tekur því innan við tvær og hálfa klukkustund fyrir 7,4kW hleðslustöð. Dagleg akstursvegalengt flestra er mun minni, eða um 40-60 km.

Gerð tengis

Hleðslustöðvar eru fáanlegar með eða án snúru. Segja má að kostir og gallar fylgi hvoru sem er. Hleðslusnúrur eru tiltölulega dýrar og viðeigandi snúra ætti að fylgja með þegar bíll er keyptur. Hægt er hugsa sé að eiga hleðslustöð heima og í sumarbústaðnum og nota snúruna sem fylgir bílnum.
Aftur á móti geta falist þægindi í að hafa snúruna fasttengda. Gormasnúrur eru þægilegar og fyrirferðalitlar miðað við hve langar þær eru.
Lang flestir bílar nota tengi af gerð 2 (Type 2). Tengi af gerð 1 er einungis hægt að nota með einfasa rafmagni (16 eða 32A). Bílar frá USA geta verið með tengi af gerð 1.Fleiri tengi eru til en að rekast á þau er sjaldgæft.

Hleðsluaðferð


Skilgreindar eru fjórar aðferðir til að hlaða rafbíla. Fasttengd hleðslustöð flokkast sem aðferð 3 (Mode 3). Aðferðir 1 og 2 vísa til þess þegar snúru er stungið í samband við þar til gerða innstungu.
Aðferð 4 vísar til hraðhleðslustöðva á þjónustustöðvum. Í leiðbeiningabæklingi Mannvirkjastofnunar um Hleðslu rafbíla og raflagnir er sérstaklega mælt með aðferð 3.

Uppsetning

Hleðslustöðvar eru öflug raftæki sem draga mikinn straum. Einmitt þess vegna er sterklega mælt með því að eigendur rafdrifinna faratækja komi sér upp öruggum og vönduðum búnaði.
Uppsetning skal framkvæmd af löggiltum rafvirkjameistara, viðurkenndum af Mannvirkjastofnun. Hleðslan býður viðskiptavinum að ganga frá kaupum á uppsetningu þegar stöð er keypt og er þar að sjálfsögðu
fagmennska og öryggi í fyrirrúmi höfð.

Hve öflug skal stöðin vera?

Það er vissulega freistandi að kaupa öfluga stöð. Séu forsendur til staðar fæst syðsti mögulegi
hleðslutími og líklegt að stöðin uppfylli þarfir komandi kynslóða af rafbílum. Ósennilegt er því að kaupa þurfi öflugri stöð í bráð og því vel skiljanlegt að fjárfesta ögn í framtíðinni.
Hins vegar takmarkast mögulegur hraði alltaf við getu bílsins til að taka við annar vegar og fjölda fasa í boði hins vegar. 11kW og 7,4kW stöðvar skila prýðilegum hleðslutíma og kosta minna. Þá má líta svo á að eðlilegt sé að endurnýja búnað á nokkurra ára fresti.

Með snúru eða án?


Hleðslusnúrur eru dýrar. Meira að segja ansi dýrar. Framleiðandi bílsins útvegar snúru með bílnum en gæta þarf þess að hún geti borið strauminn sem hleðslustöðin skilar. Geri hún það er ekkert því til fyrirstöðu að kaupa hleðslustöð án snúru. Þá er hægt að kippa með sér snúrunni þegar farið er í sumarbústaðinn því að sjálfsögðu þarf að vera með aðra stöð þar.
Einnig er einfaldara að skipta um snúru ef menn vilja til dæmis fá sér aðra lengd, lit eða gamla snúran er úr sér gengin.

Sumar stöðvar með fastri snúru eru nefnilega gæðaprófaðar eftir að þeim er lokað og ekki endilega ráðlegt að hreyfa við þeim.
Hins vegar getur verið leiðigjarnt til lengdar að bera með sér snúrur hingað og þangað, sérstaklega fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Þá kann að vera þess virði að kaupa stöð með snúru.

Stöð með snúru kostar að jafnaði minna en stöð plús snúra.
Lang flestir bílar hér á Íslandi nota tengi af gerð 2. Bílar sem fluttir eru inn frá USA gætu verið með tengi af gerð 1. Fleiri tengi eru til en eru ákaflega sjaldgæf. Í snúrulausa stöð má kaupa snúrur með
mismunandi tenglum og hægt að segja að í því felist ákveðin sveigjanleiki.

Álagsstýring

Í fjölbýlishúsum er nauðsynlegt að velja stöð með álagsstýringu. Þegar margir notendur eiga þess kost að hlaða á sama tíma er nauðsynlegt að tryggja að álag á rafkerfi verði ekki of mikið.
Álagsstýring deilir rafmagni á notendur, annað hvort með fyrirfram ákveðnum hætti (óvirk), eða með því að skoða hve mikið afl er tiltækt og deila því (virk) á notendur. Virk álagsstýring hámarkar hleðslu allra notenda.

Fyrri grein Má bjóða þér að greiða aukalega fyrir þjónustu og búnað sem þú þarft ekki á að halda?
Næsta grein Smart Box – Lausn fyrir Lítil Fjölbýli