Áfram

Smart Box Hleðslustöð

by Knýr
Upprunalegt verð 143.700 kr - Upprunalegt verð 171.900 kr
Upprunalegt verð
153.900 kr
143.700 kr - 171.900 kr
Núverandi verð 153.900 kr
Með VSK

Hollensk framleiðsla og hönnun. Smart Box hleðslustöðin er búin virkri álagsstýringu. Rafmagnsnotkun er mis mikil innan sólarhingsins. Smart Box skoðar rafmagnsnotkun hússins aðlagar hleðslu að tiltækum straumi.

 Fyrir minni fjölbýlishús og vinnustaði má samtengja allt að fjórar stöðvar í gegnum sama úttak. Ein stöðin er skilgreind sem aðal stöð (master) en hinar sem auka (slave). Aðal stöðin stýrir svo álagi sínu, og auka stöðvanna með virkum hætti.

 Stöðin er fáanleg 22,2kW, 11kW og 7,4kW.

 Stöðvarnar má setja á vegg eða þar til gerðan stálfót.

Upplýsingar og snjall stillingar má nálgast gegnum skjá og hnappa stöðvarinnar. Ýmsar stillingar eru í boði og eru þær tæiundaðar nánar í leiðbeiningabæklingi. Þegar stöðin er í notkun sýnir skjárinn orkunotkun. Einnig má nálgast síðustu fimm hleðslulotur.

 Hægt er að fá stöðina með eða án fastrar snúru. Einnig má velja beina snúru eða gormasnúru.

 Nánari upplýsingar:

 

 • Hleðsluaðferð 3 (IEC61851).
 • Tengi af gerð 2 (EC 62196).
 • Gerð hleðslutengils: IEC 62196, type 2 outlet.
 • Afl inn: 1-fasa eða 3-fasa, 16A of 32A, 230V-400V.
 • Afl út: 3.7 kW, 7.4 kW, 11 kW, 22 kW.
 • Álagsvörn: AC 30mA, DC 6mA.
 • Gæði ytra byrðis Halogen frítt og hitaþolið. (PC/ABS-VO).
 • Mál: s400x250x105 mm.
 • Hægt er að sérpanta stöðina með lykli til að varna óleyfilegri notkun.
 • Ýtarlegar leiðbeiningar um uppsetningu og notkun.
 • CE vottað.

- Endurgreiðsla á VSK

Til þess að hvetja til orkuskipta hafa stjórnvöld ákveðið að heimila endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum. Ennfremur fellur uppsetning þeirra undir „Allir Vinna“ átakið og má því einnig sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við uppsetningu.

- Uppsetning

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af uppsetningunni

Við höfum á okkar snærum fagmenn með reynslu og þekkingu á uppsetningu heimahleðslustöðva. Hægt er að ganga frá kaupum á uppsetningu hér á síðunni. Að því loknu verður haft samband við þig innan 2 virkra daga og stöðin komin upp svo fljótt sem unnt er. Eftir eðli og umfangi verkefnisins getur einhver auka kostnaður fallið til við verkið. Rafverktakinn mun gera grein fyrir því fyrirfram svo ekkert komi á óvart.

Athugið að uppsetning hleðslustöðvar þarf að kaupa sér.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar í síma 511-1116.