MIMSAFE VarioCage Singe SL Hundabúr (55,5 x 76-103 x 65 cm)
MIMSAFE VarioCage hundabúrin er fyrsta flokks ferðabúr, sem tryggir bestu mögulegu vernd fyrir gæludýrið þitt og alla farþega bílsins. VarioCage er búið krumptækni og hefur verið árekstraprófað fyrir árekstur á framenda bílsins, aftanákeyrslu og fall. Þessi tækni er einstök og gerir VarioCage búrin ein þau öruggustu í heiminum. Árekstursprófin voru framkvæmd af sænsku landsprófunarstofnuninni, samkvæmt SPCT árekstursaðferðinni (Safe Pet Crate Test).
Hurð búrsins er með tveggja þrepa læsingu til að tryggja að búrið haldist lokað ef árekstur verður. Þökk sé hraðsleppingu opnast hurðin fljótt og auðveldlega og auðvelt er að opna búrið með annarri hendi. Pumpa heldur hurðinni opinni á meðan gæludýrið fer inn eða út. Búrinu er hægt að læsa með innbyggðum öryggislás auk þess er VarioCage hurðin búin auga fyrir hengilás. Neyðarlúgan sem snýr að aftursæti bílsins gerir þér kleift að bjarga dýrinu þínu ef afturhleri bílsins opnast ekki.
- Með krumputækni sem tryggir hámarksöryggi fyrir gæludýrið þitt
- Árekstrarprófað og vottað af SP sem er sænsk prófunar- og rannsóknarstofnun
- Stillanleg lengd
- Neyðarlúga á bakhlið sem snýr í átt að aftursætum
- Hurðarhandfang sem hægt er að opna með annarri hendi.
- Pumpa sem heldur hurðinni opinni á meðan gæludýrið fer inn eða út
- Innbyggður lyklalás
- Auka auga sem gefur möguleika á að læsa búrinu með hengilás