Wallbe Pro hleðsustöð 22 kw. snúrulaus
- Hentar fyrirtækjum húsfélögum og einstaklingum Ský – netviðmót – smáforrit
- Sjálfvirkt utanumhald og reikningagerð
- Auðvelt að fjölga/fækka stöðvum
- Virk Álagsstýring
- Möguleiki að selja hleðslu til utanaðkomandi
- Hægt velja útlit
- Hægt að skipta um þjónustuveitanda (OCPP)
Wallbe® Pro 22kW Online M2M* 32A, 3phase, 400V
Wallbe Pro er sannarlega ein snjallasta lausn í boði fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús. Stöðin sendir upplýsingar 3í ský og þaðan má nálgast upplýsingar um stöðu og notkun.
Auðkenning notenda fer fram í gegnum þar til gert smáforrit, kort eða auðkennislykil.
Einnig má tengja stöðvarnar við greiðslustöð og má þá greiða fyrir hleðslu snertilaust með öllum helstu kortum, Google Pay, Apple Pay og fleiru.
Vöktun, sending villuboða og gerð reikninga eru innifalin í þjónustusamningi.
Hægt er að endurræsa stöðvar, aflæsa tengjum og fleira í gegnum netviðmót. Stöðin er einnig fáanleg með tveimur tengum og heitir þá Wallbe Pro Plus.
Notendur geta fengið smáforritið og skýjaviðmótið aðlagað að sínu auðkenni og valið að hve miklu eða litlu leiti þau vilja sjálf annast rek stur síns kerfis.
Að stækka kerfið er einfalt.
Þegar ný stöð er sett upp er auðkenni hennar skráð á notandann og bætist hún þá einfaldlega við þær sem fyrir eru.
Wallbe Pro er sannarlega ein snjallasta lausn í boði fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús. Stöðin sendir upplýsingar í ský og þaðan má nálgast upplýsingar um stöðu og notkun. Auðkenning notenda fer fram í gegnum þar til gert smáforrit, kort eða auðkennislykil. Einnig má tengja stöðvarnar við greiðslustöð og má þá greiða fyrir hleðslu snertilaust með öllum helstu kortum, Google Pay, Apple Pay og fleiru. Vöktun, sending villuboða og gerð reikninga eru innifalin í þjónustusamningi. Hægt er að endurræsa stöðvar, aflæsa tengjum og fleira í gegnum netviðmót. Stöðin er einnig fáanleg með tveimur tengum og heitir þá Wallbe Pro Plus.
Notendur geta fengið smáforritið og skýjaviðmótið aðlagað að sínu auðkenni og valið að hve miklu eða litlu leiti þau vilja sjálf annast rekstur síns kerfis.
Að stækka kerfið er einfalt. Þegar ný stöð er sett upp er auðkenni hennar skráð á notandann og bætist hún þá einfaldlega við þær sem fyrir eru.
-
Fótur/standur: Hægt að sérpanta.
-
Þyngd: Um það bil 12kg.
- Mál (H*B*D): 35cm*35cm*17cm
-
Tengi: 1 tengi af Gerð 2.
-
Hleðsuaðferð 3 samkvæmt staðli IEC 61851-1.
-
Aðgangur: Ekki hægt að hlaða án auðkenningar.
-
Gæði og vörn ytra byrðis: IP 54, vatnshelt og rykvarið.
-
CE vottaður búnaður, hannaður og smíðaður Þýskalandi.
-
Samskipti: UMTS (Universal Mobile Telecommunications System) 3G í gegnum M2M SIM kort.
-
Litur og hönnun ytra byrðis: Hvítur með merki framleiðanda nema annað sé tekið fram. Hægt að hanna og breyta síðar.
-
Málspenna: 230/400V Málstraumur: 32A Afl: 7,2kW (einfasa), 22kW (þriggja fasa).
-
Hitaþol: -20°C – +70°C.
-
Hleðslusnúra: Stöðin kemur án snúru.
-
Yfirstraumsvarnarbúnaður: Bilunarstraumsrofi (lekastraumsrofi) með málbilunarstraum >6mA.
-
Samskiptabúnaður: Modbus.
-
RS485 Ethernet RJ45 (LAN eða GSM).
-
Ábyrgð: 2 ára framleiðsluábyrgð. Íslensk neytendaábyrgð. Ábyrgðarskýrteini fylgir hverri stöð.
-
Læsing og aflæsing á hleðslusnúru. Sjálfkrafa ef bilun verður. Hægt að framkvæma gegnum bakenda.
-
Fylgist með og nemur ofhitnun/bráðnun í tengi.
-
Hægt að sérpanta með lykli til að kveikja og slökkva á stöð.
-
Hægt að sérpanta með auka heimilistengli (schukotengli).
-
Rekstrarkostnaður: Samningur um þjónustu að lágmarki 36 mánuðir til að virkja vöktun, sendingu villuboða og gerð reikninga. Hægt að sérpanta tilbúið fyrir annan hugbúnað (Open Charge Point Protocol – OCPP).