Áfram
En allt er betra með „appi“ ...eða hvað?

En allt er betra með „appi“ ...eða hvað?

Auk þess að hlaða bíla bjóða sumar hleðslustöðvar uppá tengingu við net og notendaviðmót í gegnum heimasíðu og/eða smáforrit. Þannig má auðkenna notendur, mæla notkun, fá almennar upplýsingar og framkvæma einfaldar aðgerðir.

Til að ná fram þessum eiginleikum innihalda þessar stöðvar búnað til að tengjast neti, lesara til að auðkenna notendur og hugbúnað til að eiga samskipti. Þetta gerir stöðvarnar dýrari, auk þess sem margir framleiðendur krefjast mánaðargjalds fyrir umsjón og aðgang.

Í einbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og fjölbýlum þar sem fáir eru um sameiginlegt rafmagn ávinnst lítið með þessum stöðvum. Fæstir hafa áhyggjur af því að óviðkomandi steli af þeim rafmagni í gegnum útitengla og þó hleðsustöðvar geti vissulega látið frá sér mun  meiri straum en hefðbundin innstunga er það þó svo að mikið þarf til að um verulegar upphæðir sé að ræða. Aðgang að stöðvum má einnig tryggja með hefðbundnum lyklum og með því að slá stöðvum út í töflu.

Gjaldtaka þarf heldur ekki að vera flókin. Upphæðirnar sem um ræðir eru það lágar að nokkuð er til vinnandi að áætla notkun, rukka eftir því og sleppa við dýr umsjónarkerfi.

Allir rafmangsbílar sýna stöðu hleðslu og margir þeirra bjóða smáforrit þar sem hægt er að framkvæma aðgerðir og sjá stöðu í rauntíma. Fæstir hafa þó mikið gagn af eða áhuga á að fylgjast grannt með því svo lengi sem bíllinn er fullhlaðinn að morgni dags.

Fyrri grein Átt þú tengiltvinn?
Næsta grein En ég get ekki átt rafbíl því ég á ekki stæði