Áfram
En Gummi frændi þarf líka að hlaða

En Gummi frændi þarf líka að hlaða

Lítill vafi leikur á því að rafmagn varðar veginn fram á við. Fleiri og fleiri eiga bíl sem knúinn er rafmagni að hluta eða öllu leiti. Líklegt er að þróunin verði sú að hlutfall fjölorku (e: hybrid eða twin) bíla lækki á kostnað bíla sem eingöngu eru knúnir rafmagni. Einnig er líklegt að heimilum sem eiga fleiri en einn rafmagnsbíl fjölgi.

Nokkuð hefur verið um það að framsýnir bílaeigendur kaupi hleðslustöð með tveimur tengjum. Góð hugmynd og í mörgum tilfellum feikinóg til framtíðar. En, það er mikið að gera á stóru heimili. Vert er að huga að því að börn, tengdabörn og „Gummi frændi“ utanaf landi gætu þurft aðgang að hleðslu. Það er til nokkurs að vinna að halda friðinn, ekki satt?

Smart Box hleðslustöðvarnar eru samtengjanlegar og kerfið þannig stækkanlegt. Í stað þess að kaupa eina stöð með tveimur tengjum er keypt ein aðalstöð (e: master) og, þegar bíll númer tvö bætist við, ein aukastöð (e: slave). Þegar þriðji og fjórði bíllinn bætist við er einfaldlega keypt ný stöð og hún tengd við aðalstöðina. Tengja má þrjár stöðvar við hverja aðalstöð.

Virk álagsstýring er innbyggð í hverja aðalstöð, og þarf því ekki að kaupa sérstaklega. Aðalstöðin les heimtaug hússins, passar að ekki sé meira rafmagn nýtt til hleðslu en til taks er, og deilir tiltæku afli milli hleðslustöðva.

Rakið dæmi, ekki satt?

Fyrri grein Hleðslustöðvar í Fjölbýli
Næsta grein Þriggja eða einfasa?