Áfram
En hvað ef ég fer í tvær vikur til „Tene“

En hvað ef ég fer í tvær vikur til „Tene“

Á markaðnum eru margar gerðir snjallstöðva sem bjóða uppá að hleðslu sé einungis hægt að virkja með þar til gerðu korti eða smáforriti. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að „Jói í næsta húsi“ geti ekki notað hleðslustöðina meðan enginn er heima. Til að stöðva „Jóa“ þarf stöð sem getur lesið kort og/eða átt samskipti við snjalltæki. Stöðvarnar eru því nokkuð dýrari, þær þarf að nettengja og hugsa þarf fyrir því að hægt sé að gefa út aðgangskort. Vel þess virði, ekki satt?

Tjónið sem hlotist getur af því að einhver stingi bíl í samband við hleðslutöð er takmarkað. Hver klukkutími sem óprúttinn aðili nýtir sér í hleðslustöðinni þinni kostar 100-200 krónur, eftir því hverslags bíl hann er á og hve öflug hleðslustöðin er. Ennfremur yrði að fremja verknaðinn á meðan þinn bíll er ekki í stæði sínu og fækkar klukkutímunum nokkuð við það. Auk þess þykir „glæpamönnum“ trúlega ekki þægilegt að sitja í bíl, klukkustndum saman, um hábjartann dag í íbúðabyggð og geta ekki lagt á flótta nema standa fyrst upp og taka snúru úr sambandi. Flestir rafmagnsbílar geta nefnilega ekki keyrt af stað ef snúra er tengd við þá. Helst væri það þá að einhver sem vissi að þú værir í burtu í engri tíma nýtti sér það. Til að verjast því eru snjallar leiðir færar þó ekki sé stöðin sú sjallasta. Home Box, Home Box Plus og Smart Box stöðvar má sérpanta með lykli sem virkjar stöðina. Auk þess er ávallt settur útsláttarrofi í rafmagnstöflu þegar hleðslustöð er sett upp. Áður en fjölskyldan leggur af stað í langþráð frí til Tenerifie er lítið mál að slá stöðinni út, og lítið græðir „Jói“ á að stinga í samband eftir það.

Fyrri grein En ég get ekki átt rafbíl því ég á ekki stæði
Næsta grein En hvers vegna getur Gummi rafvirki í 302 ekki gert þetta?