Áfram
Ferðahleðslutæki Varadekk og Breytistykki

Ferðahleðslutæki Varadekk og Breytistykki

Sú var tíðin að enginn sómakær íslendingur hefði látið sér detta í hug að aka út fyrir borgarmörkin án þess að í bílnum bílnum væri varadekk, keðjur og kaðall til að draga ólánsama ferðamenn upp úr skurði. Þótti þetta sjálfsagður öryggis og neyðarbúnaður. Í dag er öldin önnur. Vegir eru betri og færð almenn líka. Dekk eru betri, svo mjög að rafmagnsbílar eru jafnvel ekki einu sinni með varadekk. Það eru helst ferðamennirnir sem okkur þykja lítt hafa skánað.

Allur er samt varinn góður þó vandamálin séu af öðrum toga en áður. Í tilfelli rafmagnsbíla tengjast þau helst hleðslu og dekkjum.

Við mælum með að koma sér upp góðri tösku með neyðarbúnaði sem geymd er í skotti bílsins. Hún gæti til dæmis innihaldið:

Taska: Góð taska er sniðug leið til að koma skipulagi á hluti í bílnum.

Breytistykki: Rafmagnsöryggi er alvörumál. Breytisykki geta komið í góðar þarfir þegar í harðbakkann slær. Þau henta hins vegar ekki ekki sem varanleg lausn við hleðslu og eru ekki hönnuð með það í huga. Rafmagsnöryggi er nefnilega alvörumál. Við langvarandi notkun er hætta á að beytistykki valdi tjóni, til dæmis skemmdum á hleðslustöð eða jafnvel eldi. Á þau skal líta sem “neyðar” búnað í bílinn á sama hátt og varadekk. Að sjálfsögðu dytti engum í hug að leggja í langferð með varadekkið undir, en þegar í harðbakkann slær kemur það þér á næsta dekkjaverkstæði.

Ferðahleðslutæki: Ferðahleðslutæki ætti að vera í hverjum rafmagnsbíl og raunar fylgir slíkt tæki yfirleitt bílum. Margir misskilja samt tilgang þeirra og nota þau sem hleðslutöð. Til þess eru þau ekki hönnuð og við mikla notkun skemmast þau og þá mögulega á versta tíma. Ferðahleðslutæki er hugsað sem aðferð til að koma hleðslu inn á rafhlöðu bílsins þegar annara kosta nýtur ekki við.

Dekkjaviðgerðasett og loftdæla: Sumir bílar eru ekki einu sinni með varadekk. Því er mikilvægt að geta bjargað sér á næsta verkstæði án þess að þurfa að hringja út rándýra aðstoð.

 

Næsta grein Heilsugæsla fyrir rafhlöður