Heilsugæsla fyrir rafhlöður
Slök rafhlaða rýrir notagildi bílsins. Að skipta henni út er flókið og dýrt. Því er til mikils að vinna að fara vel með og tryggja góða endingu. Eftirfarandi eru þrjú ráð til að hlúa að hjarta bílsins þín.
Róleg(ur)!Það er eðlilegt að vilja kaupa sér öfluga hleðslustöð og lágmarka tímann sem tekur að hlaða bílinn. Þegar við kveðjum sprengihreyfilsbílinn veltum við eðlilega fyrir okkur hvort nýji fíni rafbíllinn verði ekki sínkt og heilagt rafmagnslaus. Raunin er samt sú að fyrir flest alla dugar hleðsla rafbíls allavega daginn. Það er því eftirmiðdagurinn og nóttin sem við nýtum til að hlaða. Fyrir þá sem ekki eiga unglinga sem keyra bílana (mis gáfulega) langt fram á nótt þýðir þetta að tíminn sem við höfum til að hlaða eru að minnsta kosti 10 klukkustundir. Best er að nýta þær til að hlaða eins hægt og mögulegt er. Glöggir farsímaeigendur muna kannski eftir umræðu um endingartíma rafhlaða og hafa orði varir við það að síminn þeirra „lærir“ að hægja á hleðslu yfir nóttina. Sama á við um rafbíla. Stilltu hleðslustöðina eða bílinn á eins hæga hleðslu og hægt er miðað við að bíllinn sé hlaðinn að þínum þörfum að morgni.
Eins hentugar og hraðhleðslustöðvar eru ætti að forðast þær eins mikið og hægt er.
Láttu sambandið endastÍ ljósi þess sem hér að ofan var skrifað er eðlilegt að velta fyrir sér hvort sé þá ekki best að rjúka út um leið og bíllinn er hlaðinn og kippa honum úr sambandi. Svarið er eindregið, NEI! Rafbílar er nefnilega ansi snjallir. Bíllinn þinn hefur í sér kerfi sem stýrir rafhlöðunni og hefur eftirlit með heilsu hennar. Þetta kerfi notar rafmagn til að vinna, og halda ákveðnum kerfum virkum þó bíllinn sé ekki í notkun. Bíllinn er sem sagt alltaf að nota rafmagn. Ef hann stendur lengi án þess að fá hleðslu„lekur“ út af rafhlöðunni. Þetta er ekki gott og getur haft neikvæð áhrif til lengri tíma. Margir framleiðendur (Tesla til dæmis) mæla með því að bíllinn sé í sambandi þegar hægt er. Kerfið lætur rafmagn svo seitla (e: trickle charging) inn á bílinn til að halda honum rétt hlöðnum þó einhver kerfi bílsins séu að vinna.
Ekki fara á taugumFyrir endingu rafhlöðunnar þinnar er best að fullhlaða hana sem sjaldnast. Þetta kann einhverjum að þykja óþægilegt. Hver hefur tíma í að sitja 40-50 mínótur á hraðhleðslustöð í önnum dagsins, sem að auki fer illa með rafhlöðuna? Auðvitað eru þarfir misjafnar og daglegur akstur er mis mikill. En, nú þegar drægni flestra rafbíla er mæld í hundruðum kílómetra ættu flestir að geta klárað daginn án þess að þurfa 100% af getu bílsins. Framleiðendur gefa upp mismunandi tölur um hve mikið skuli hlaða bílinn að jafnaði en 85-90% er algengt að sjá. Rafhlaðan vill heldur ekki láta tæma sig og því er góð þumalputtaregla að láta hleðsluna ekki fara undir 20%.
Að öllu þessu sögðu má heldur ekki gleyma því að rafhlaðan er fyrir okkur, en ekki við fyrir rafhlöðuna. þegar þarf á allri getu að halda er sjálfsagt að nota hana. Þá er best að hlaða heima, daginn áður, í 100%, eins hægt og kostur er. Svo skipuleggjum við hádegismatinn á góðum stað sem býður uppá hraðhleðslu og njótum þess að ferðast á rafmagnsbílnum okkar.