Góð ráð við notkun rafbíls til vetraraksturs
Umgengni við rafbíla yfir vetrartímann er að sumu leiti frábrugðin því sem eigendur bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti hafa vanist. Þó rafhlöður rafbíla séu háþróaðar og hafi fjölmarga kosti eru ókostir þeirra nokkrir. Með réttri notkun má takmarka þá mikið. Lithium-ion rafhlöður hafa þann ókost að þær geta ekki miðlað jafn mikilli orku við lágt hitastig og þær gera við kjörhita sem leiðir til þess að drægni rafbíla minnkar við lægra hitastig. Hér að neðan má finna nokkrar ráðleggingar til að fá sem mest út úr rafhlöðunni og bæta upplifun rafbílaeiganda.
- Flestir rafbílaeigendur eru með hleðslustöðvar heima hjá sér og geta því hlaðið bílinn yfir nótt. Mælst er til þess að rafhlaðan sé hlaðin á hverju kvöldi sé sá möguleiki fyrir hendi.
- Flestar tegundir rafbíla má hlaða í 100% hleðslu (AC), þar sem framleiðandi bílsins hefur forritað bílinn þannig að rýmni rafhlöðunnar er takmörkuð til að hámarka endingu rafhlöðunnar. Frá þessu eru þó undantekningar. Dæmi um það er Tesla sem mælir með hleðslu allt að 90% (AC) hleðslu við daglega notkun en hægt er að hlaða 100% (AC) þegar halda á í langferð. Hleðsluna má stilla í smáforrit. bílaframleiðandans eða á upplýsingaskjá bílsins
- Við notkun á hraðhleðslu (DC) er mælst til þess að hlaða að 80% hleðslu.
- Líklegt er að á allra næstu misserum muni söluaðilar raforku breyta gjaldskrá sinni þannig að mismunandi gjald verði tekið á mismunandi tímum sólarhringsins. Það má því leiða að því líkum að rafmagnið verði ódýrasta á nóttunni en hæðst verði verðið um kvöldmatarleitið. Að því sögðu hvetjum við alla til að huga að því að stilla bílana sína þannig að hleðslan fari fram á þeim tíma sólarhringsins þegar álag á kerfinu er minnst. Þannig tryggjum við að kerfið þoli álagið betur og leggjum okkar að mörkum til að hraða innleiðingu umhverisvænni samgöngumáta.
- Til þæginda- og drægniauka eru langflestir rafbílar búnir miðstöð sem hægt er að forstilla á ákveðna tímasetningu eða ræsa með smáforriti hvar og hvenær sem er. Þessi þægindi ættu allir rafbílaeigendur að nýta sér og sérstaklega þeir sem hafa aðgang að hleðslustöðvum heima við. Notkun miðstöðvar minnkar orkunotkun bílsins við akstur þar sem ekki þarf að nota orku af rafhlöðu bílsins til að ná frosti og móðu á rúðum auk þess sem hleðslan hækkar hitastig rafhlöðunnar sem eykur drægni. Þegar bíllinn hefur náð tilsettu hitastigi og eftir atvikum brætt snjó og klaka er mælt með að lækka hitastigið í þægilegan hita og slökkva á loftkælingu (A/C) til að hámarka drægni. Einnig er mjög gott að nýta sér hita í sætum og stýri en það eyðir mun minni orku en miðstöðin.
- Flestir nýjir bílar eru búnir hraðastilli (Cruise Control / ACC). Sá búnaður hjálpar ökumanni að halda jöfnum hraða og minnkar þannig orkunotkun sem skilar sér í aukinni drægni.
- Nýttu þér sparnaðarstillinguna (ECO / Chill mode) ef þörf er á hámarksdrægni. Þessi stilling til þess að viðbragðstími inngjafar verður lengri og ekki jafn snarpur sem minnkar orkunotkun og gerir aksturinn mýkri. Einnig slekkur þessi stilling oft á miðstöðvarhita og öðrum rafdrifnum þægindum fyrir ökumann og farþega.
- Síðast en ekki síst er mikilvægt að skipuleggja langferðir vel áður en lagt er af stað. Gott er að ákveða hvar á að stoppa og hlaða og setja inn þá staðsetningu í kortaforrit bílsins (navigation) þar sem margir bílar forhita rafhlöðina til að auka hleðsluhraða þegar bíllinn er hlaðinn með hraðhleðslu. Getur þetta stytt hleðslutíma til muna.
Við vonum að þú lesandi góður hafi gagn og gaman af og óskur þér og þínum öruggrar ferðar í vetur.