Áfram
Að velja Snjótönn

Að velja Snjótönn

Í þessari grein er farið yfir nokkur hugtök og grunn atriði sem gott er að hafa í huga þegar velja á snjótönn.

Stýring

Venjulega er snjótönn lyft og henn slakað með spili. Spil er þó þeim takmörkum háð að það getur ekki þrýst tönninni niður á flöinn sem hreinsa á. Tönnin sjálf þarf því að vera nægilega þung til að haldast vel að undirlaginu. Ef stilla á vinnuhorn þarf ökumaður að standa upp úr sæti sínu. 

Vökvaaflskerfi fyrir fjórhjól eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir. Slík kerfi bjóða upp á ýmsa möguleika til þess að gera hjól að afkastameiri vinnutækjum. Vökvaaflskerfi fyrir snjótönn, auk þess að hýfa og slaka, gerir notandanum kleift að þrýsta tönninni að undirlaginu. Með því móti næst að ryðja meira. Einnig er þá hægt að snúa tönninni í hvaða stillingu sem er, án þess að standa uppúr sætinu.

Festingar

Knýr býður uppá tvo möguleika til að festa, undir og framaná. Framanáfestingarnar eru í daglegu tali nefndar hraðfestingar („quick attach“). Festingar eru í flestum tilfellum sérsniðnar. Þær passa því hjólinu fullkomlega. Fyrir hjól á beltum þurfa festingar að vera undir og armarnir lengri en ef hjólið væri á dekkjum. Hér fara á eftir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Atriðin eru sett í plús eða mínus dálkinn eftir því hvort um kost eða galla er að ræða.

Framanáfestingar (Quick Attach)

+ (Plús)

- (Mínus)

sterkar festingar sem þola að jafnaði breiðari tönn

takmarkar hve hátt er hægt að lyfta tönninni

 

erfiðara er að athafna sig koma festingunni undir hjólið en framaná

 

Festingar undir miðju (center mount)

+ (Plús)

- (Mínus)

fljótlegt og þægilegt að taka tönnina af og setja á

 

líta má svo á að hámarks breidd tannar sé 150 cm fyrir flest fjórhjól. Þó hægt að nota 180cm tönn á buggy bíl með þessari gerð festinga

hægt er að hýfa tönnina í hærri stöðu þar sem armar gagna ekki undir hjólið

 

Breidd Tannar

Breidd tannar ætti að vera nægileg til þess að jafnvel þegar tönninni hefur verið snúið sé hún að minnsta kosti jafnbreið ökutækinu. Góð þumalputtaregla er að 1500mm breiðar tennur henti fjórhjólum en 1800mm breiðar henti fjórhjólum á beltun og buggy bílum. 1280mm breidd er valkostur við hentar þar sem þröngt er. 1280mm tönnum má einnig breyta í skúffu/skóflu fyrir fjórhjól á meðan 1500mm tönn hentar til að breyta í skúffu/skóflu fyrir buggy.

Mismunandi gerðir

Hefðbundin (bein) tönn

Fyrir smærri svæði henta hefðbundar, beinar tennur best. Tönnum er hægt að snúa á fimm vegu,  tvær stillingar til vinstri, beint og tvær stillingar til hægri. Fyrir þá sem telja að mismunandi breidd geti hentað má framlengja tönn með þa til gerðum framlengingum.

Kastplógur / Vængplógur

Kastplógar henta best til að ryðja götur því, eins og nafnið gefur til kynna, kasta þeir snjó út frá sér. Þessi eiginleiki lágmarkar myndun hárra Ruðninga. Mikil sveigja plógsins kemur einnig í veg fyrir að snjór þyrlist í augu ökumanns.

V-Plógur (fjölplógur)

V-plógar henta best til að ryðja garða, tún og önnur opin svæði þar sem snjór er þykkur og jafnfallinn. V-plógurinn brotnar í miðju og ryður þannig auðveldar frá eða safnar sjó, eftir því hvaða vinnuhorn er stillt. Snúi „V“ ið fram safnar plógurinn efni og ekkert sleppur. Snúi „V“ ið aftur (að hjólinu) er hægt að ryðja sig í gegnum þykkari snjó en hægt væri með beinni tönn. V-plógar eru einnig oft hannaðir þannig að vængendar séu hærri en miðja plógsins og hvor helmingur hefur eigin fjöðrun sem aftur gerir plóginn hæfari til að vinna sig í gegnum mismunandi aðstæður. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi gerð er oft nefnd fjölplógur.

Gæði og Öryggi

Þegar tönn er keypt er nauðsynlegt að veita gæðum sérstaka athygli. Tönn er nefnilega alls ekki það sama og tönn. Nauðsynlegt er að umboð tryggi gott aðgengi að slithlutum og öðrum varahlutum. Öryggi ökumanns þarf einnig að hafa í huga. Gormar, brotpinnar og annar öryggisbúnaður þarf að vera til staðar.

Aukahlutir

Blöð tanna og plóga er oftast gerð úr stáli. Á brún blaðs má fá tenntan lista, gúmmílista eða plastlista. Tennt blað rífur upp efni og gerir undirlag hrjúft á meðan gúmmí og plast hlífa undirlagi og gera það slétt. Hrjúft undirlag er síður hált en slétt. Tennt blað eða listi er venjulega einungis tennt öðru megin. Því er hægt sé að snúa því við og fá þannig hinn eiginleikann. Gúmmí og plast eru hlóðlátari en stál.

Að velja hjól til verksins

Stutt og afllítið hjól hentar vel fyrir þrönga garða og húsasund. Fyrir stærri flöt og á stærri götum er lengra, þyngra og aflmeira hjól mikill kostur. Minni hjól geta snúist verði álag mikið á meðan stærri hjól kynnu að valda sama álagi. Að þessu sögðu má auka viðnám hjólsins með nöglum eða keðjum en það takmarkar aftur hraða. Fyrir stærri verk er ekki úr vegi að íhuga Buggy Bíl. Afl þeirra og grip eru töluvert meiri en fjórhjóla auk þess sem á þeim er þak, sem sannarlega er kostur fyrir ökumanninn.

 

Fyrri grein Heilsugæsla fyrir rafhlöður
Næsta grein Góð ráð við notkun rafbíls til vetraraksturs