Áfram
Góðir hlutir gerast hægt: Að elska rafhlöðuna sína

Góðir hlutir gerast hægt: Að elska rafhlöðuna sína

Það er freistandi að líta svo á að því öflugari hleðslustöð sem þú átt, því betur nýtist bíllinn þér. Eins og í öllum góðum hjónaböndum eru þó takmarkanir sem hafa þarf í huga og málamiðlanir sem skynsamlegt er að gera.

Það fer best með rafhlöðu að hlaða eins hægt og mögulegt er. Það er óheppileg staðreynda að því hraðar sem þú hleður því hraðar hrakar getunni til að geyma hleðslu, bíllinn dregur skemmra, nýtist verr og endist skemur. Framleiðendur bíla vilja að sjálfsögðu geta státað sig af því að rafhlöður þeirra endist vel og taka þetta því með í reikninginn við hönnun.

Ein algeng leið er að takmarka getu bílsins til að að taka við hleðslu. Í bílum sem knúnir eru rafmagni er innbyggð hleðslustýring. Hlutverk hennar er að taka við riðstraumi sem berst frá hleðslustöð í tengi bílsins, breyta í jafnstraum og koma til geymslu í rafhlöðu. Hleðslustýring Jaguar I-PACE takmarkar hleðslu við 7,4kW á klukkustund í hefðbundinni heimahleðslustöð.

Hraðhleðslustöðvar breyta riðstraumi í jafnstraum áður en í tengi bílsins er komið. Bílar geta þess vegna hlaðið margfalt hraðar í þeim en fórna þá litlum hluta rafhlöðunnar í hvert skipti á móti.

Önnur þekkt aðferð er að „fela“ hluta rafhlöðunnar. Tesla Model X er auglýst með 100kWh rafhlöðu. Rafhlaðan er þó nokkuð stærri í rauninni. Hugbúnaður bílsins tekur um það bil 10% af raunverulegri getu til hliðar þegar bíllinnn er nýr. Umfram getan er svo smátt og smátt nýtt, eftir því sem rafhlöðunni hrakar. Með þessu móti er hægt að ábyrgjast að uppgefin geta bílsins endist lengur.

Það getur því verið vandasamt að eiga langt og farsælt samband við rafhlöðuna sína.

Fyrri grein Þriggja eða einfasa?
Næsta grein IP Varnarflokkur