Áfram
IP Varnarflokkur

IP Varnarflokkur

IP tala (e: ingress protection) lýsir því hversu þétt ytra byrði raftækis er og þannig hversu vel varið það er gegn utanaðkomandi álagi. Á mannamáli má segja að flokkunin segi til um hve vel vatns og rykvarið raftæki er. Þokkalega ásættanlegt ætti því að vera að kalla IP gildið varnarflokk. Varnarflokkun er vissulega gagnleg fyrir okkur Íslendinga sem sem seint verðum uppiskroppa með vind og úrkomu í ýmsum myndum.

IP gildið er sett fram á eftirfarandi hátt:

Ingress.

Protection.

Gildi varnar gegn hlutum og efni í föstu formi.

Gildi varnar gegn raka.

I

P

5

4

IP gildið hér að ofan er því ekki 54, heldur annarsvegar 5 og hinsvegar 4. Til að setja IP gildi í eitthvað samhengi sem gagn er af má benda á að algeng varnarflokkun útitengla í heimahúsum er IP44.

Fyrir þá sem vilja vita meira má benda á þessa grein: https://en.wikipedia.org/wiki/IP_Code

Fyrri grein Góðir hlutir gerast hægt: Að elska rafhlöðuna sína
Næsta grein Nú eru góð ráð ekki dýr