Áfram
En Teitur í 204 vill ekki setja upp hleðslustöð

En Teitur í 204 vill ekki setja upp hleðslustöð

Skortur á aðstöðu til að hlaða getur fælt fólk frá því að kaupa rafbíl. Það er alltaf einn „á móti“ í hverju húsi, og margir sjá fyrir sér að á brattann gæti verið að sækja að fá húsfélagið til að koma upp aðstöðu. Það segir sig sjálft að því meira vesen sem er að hlaða, því ólíklegra er að fólk kaupi sér rafknúinn bíl.

Þetta skilja stjórnvöld og hafa þess vegna tekið afgerandi afstöðu með þeim sem vilja skipta yfir í rafknúinn bíl. Nýverið var lögum um fjöleignahús breytt á þann veg að litlu máli skiptir hvað einstökum íbúðaeigendum finnst, hleðsluaðstöðu skal komið upp. Svo fast er kveðið að í þessum lögum að óhætt er að segja að engu skiptir hvað „Teitur í 204“ segir, hann getur í besta falli tafið málið lítillega. Gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sameiginleg stæði eða einkastæði.

Ef íbúi í fjöleignarhúsi óskar eftir því að geta hlaðið að á sameiginlegu stæði ber húsfélaginu að verða við því. Skýrara og meira þvingandi fyrir húsfélagið verður það varla. Það dugar að ein manneskja í húsinu óski eftir að geta hlaðið bíl og þá ber húsfélaginu að sjá til þess að hún geti það.

Óski íbúi í fjöleignarhúsi eftir því að koma upp hleðsluaðstöðu í sínu eigin stæði ber húsfélaginu að verða við því og öllum í húsinu ber að taka jafnann þátt í kostnaðinum. Húsfélaginu ber að láta fara fram úttekt. Að henni lokinni er hægt að fresta framkvæmdunum um hríð á meðan hússtjóðurinn safnar fyrir þeim. Þegar sá frestur er liðinn fara skulu framkvæmdirnar fara af stað.

Menn geta haft mismunandi skoðanir á lögunum en ótvírætt er að þeir sem vilja hlaða bíla í fjöleignahúsum eiga klárann rétt á því.

Fyrri grein En hvers vegna getur Gummi rafvirki í 302 ekki gert þetta?
Næsta grein En það er svo þægilegt að renna bara á bensínstöð